Skólakór Kársness er samheiti yfir öflugt kórastarf við Kársnesskólann í Kópavogi og jafnframt heiti elsta kórsins, sem er skipaður nemenum á efsta stigi.  auki eru Litli kór, Miðkór, Stóri Kór, Drengjakór, Stúlknakór og smærri sönghópar hluti af söngmenningu skólans.   Sérstaða kórstarfsins í Kársnesskóla einkennist af almennri þátttöku allra nemenda skólans, þar sem þorri kóræfinga fer fram á skólatíma og “skólakórer eins og hver önnur námsgrein á stundaskrá nemenda í 3. – 6. bekk.  Það hefur jafnan verið markmið kórstarfsins öll börn geti sungið fái þau til þess tækifæri og tilsögn.. Skólakór Kársness hefur frá upphafi verið mjög atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi, haldið tónleika um allt land og sungið á óteljandi fjölda hátíða og menningarviðburða. Kórinn  hefur einnig tekið þátt í mörgum kórahátíðum víðsvegar í Evrópu og vestan hafs og austan og verið fulltrúi landsins á erlendum menningarhátíðum.