Árni Heiðar Karlson (f.1975) hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi síðustu tvo áratugina bæði sem meðleikari með söngvörum og hljóðfæraleikurum, lagahöfundur/tónskáld og hljómsveitarstjóri í leikhúsum og kvikmyndum, auk þess sem hann hefur gefið frá sér tvær sólóplötur “Q” (2001) og Mæri (2009) sem báðar hafa verið tilnefndar til Íslenzku Tónlistarverðlaunanna.


Árni Heiðar hóf nám í píanóleik 8 ára að aldri í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, þaðan lá leiðin í Tónlistarskólan í Reykjavík þaðan sem hann útskrifaðis árið 2000 undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. Framhaldsnám í klassískum píanóleik stundaði hann í London og háskólann í Cincinnati í BNA þaðan sem hann útskrifaðist með Mastersgráðu árið 2003. Jafnframt þessu lauk Árni jazzdeild FÍH 1997 og stundaði framhaldsnám í jasspíanóleik í Amsterdam veturinn 1997-1998.