19. júní 2012

0

Karlakórinn Söngbræður á Álftanesi

 

Síðustu tónleikar IsNord tónlistarhátíðarinnar verða útitónleikar, fimmtudaginn 21. júní kl. 21.00 við Álftanes á Mýrum, en þar er sagan á hverju strái og náttúrufegurð mikil. Þar mun karlakórinn Söngbræður stíga á stokk og flytja ýmsa tónlist sem tengist sumri og sól enda er sólargangur lengstur á fimmtudag og vonandi skín sól á tónleikagesti. Gestum er þó bent á að klæða sig vel og eftir veðri og vera kannski með teppi meðferðis til að tylla sér á.  Til að komast á tónleikana er ekið rétt norður fyrir Langá veg nr. 54, þá beygt niður veg nr. 533 og þaðan sem leið liggur þar til komið er að vegpósti þar sem stendur Álftanes. U.þ.b. hálftíma akstur er úr Borgarnesi og í Álftanes. Einnig eru hestamenn velkomnir ríðandi á tónleikana. Enginn formlegur aðgangseyrir er á tónleikana en tekið verður við frjálsum framlögum tónleikagesta.